Synt yfir Berufjörð

Samtals er hjólað 31 km
Samtals er hjólað 31 km Mynd/Kristinn Ingvarsson

Þríþrautakeppnin Öxi fer fram á morgun, laugardaginn 29. júní í Djúpavogshreppi. Þetta er í annað skiptið sem keppnin er haldin. Hún hefst á því að synt er yfir Berufjörð, um 750 m leið áður en hjólað er inn Berufjarðardalinn upp á Öxi um 13 km leið.  Þá stíga keppendur af hjólunum og hlaupa 19 km leið að Eyjólfsstöðum þar sem hjólin bíða og hjólað er síðasta spölinn, um 18 km á Djúpavog. 

Keppnin er ræst kl. 09:00 og búist er við síðustu keppendunum í mark um kl. 15:00. Aðstandendur keppninnar vekja athygli á því að hluti keppninnar fer um þjóðveg 1, og ökumenn því beðnir um að sýna tillitsemi. 

Níu manns tóku þátt í fyrra, og var það Hafliði Sævarsson, bóndi í Fossárdal sem sigraði á tímanum 03:39:01. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert