Uppsagnir hjá 365

mbl.is

Tveim­ur frétta­stjór­um og tveim­ur ljós­mynd­ur­um hef­ur verið sagt upp störf­um hjá Frétta­blaðinu sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Starfs­manna­fund­ur þar sem frek­ari skipu­lags­breyt­ing­ar verða kynnt­ar hefst kl. 16.30.

Frétta­stjór­un­um Arn­dísi Þor­geirs­dótt­ur og Trausta Hafliðasyni hef­ur verið sagt upp störf­um. Þá hef­ur einnig tveim­ur ljós­mynd­ur­um verið sagt upp.

Trausti staðfesti í sam­tali við mbl.is að hon­um hafi verið sagt upp, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig frek­ar. Hann hef­ur starfað sem frétta­stjóri á Frétta­blaðinu í um ára­tug.

Arn­dís hef­ur unnið á Frétta­blaðinu frá ár­inu 2005.

Sjá nán­ar hér: Andri frétta­stjóri á Frétta­blaðinu

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert