Vann málið gegn Alcan

Álverið í Straumsvík
Álverið í Straumsvík Ljósmynd/Alcan

Héraðsdóm­ur Reykja­ness viður­kenndi í dag rétt Dag­bjart­ar Stein­ars­dótt­ur til skaðabóta úr hendi Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. og Vá­trygg­inga­fé­lagi Íslands hf. vegna lík­ams­tjóns sem hún hlaut við vinnu sína fyr­ir Alcan í ál­ver­inu í Straums­vík.

Þann 20. júní 2007 varð Dag­björt fyr­ir vinnu­slysi í ál­ver­inu í Straums­vík, þá 19 ára göm­ul, en þar hafði hún starfað í tæp­an mánuð. Í dómn­um kem­ur fram að aðila máls greini ekki á um það með hvaða hætti slysið varð, en það varð með þeim hætti að stefn­anda var falið að ganga frá móta­botni með krana inni á móta­botnala­ger í steypu­skála ál­vers­ins.

Varð fyr­ir 14 tonna móta­botni

Þegar hún ætlaði að hífa botn­inn, sem veg­ur um 14 tonn, lyft­ist botn­inn, færðist til og frá og lenti á Dag­björtu, sem stóð á milli móta­botns­ins og árekstr­ar­grind­verks og klemmd­ist illa á mjaðmagrind.

„Dag­björt hlaut mikla áverka við þetta og glím­ir enn við ýmsa lík­am­lega kvilla vegna slyss­ins,“ seg­ir Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, lögmaður Dag­bjart­ar. „Í mál­inu voru lögð fram vott­orð sjúkraþjálf­ara, hnykkjara og bæklun­ar­lækn­is um áverka Dag­bjart­ar og taldi dóm­ur­inn að sýnt hefði verið fram á or­saka­tengsl milli slyss­ins og lík­ams­tjóns Dag­bjart­ar.“

Höfnuðu bóta­skyldu í mál­inu

Þar sem VÍS og ál­verið höfnuðu bóta­skyldu í mál­inu þá neituðu þeir að taka þátt í að láta meta lík­ams­tjón Dag­bjart­ar vegna slyss­ins. Því var far­in sú leið að höfða mál þar sem kraf­ist var viður­kenn­ing­ar á bóta­skyldu þeirra. 

Dóm­ur­inn komst að þeirri niður­stöðu að viður­kennd­ur var rétt­ur Dag­bjart­ar til skaðabóta úr hendi ál­vers­ins (Rio Tinto Alcan á Íslandi hf.) og VÍS vegna lík­ams­tjóns­ins sem hún hlaut í slys­inu og voru ál­verið og VÍS dæmd til greiðslu máls­kostnaðar.

„Niðurstaða dóms­ins er af­drátt­ar­laus og vel rök­studd, en dóm­ur­inn hafn­ar m.a. vara­kröfu stefndu um sak­ar­skipt­ingu þannig að Dag­björt hefði þurft að bera hluta tjóns­ins sjálf,“ seg­ir Diljá Mist.

Ósannað að leiðbein­ing­ar hafi verið nægi­leg­ar

Að sögn Diljár bygg­ir dóm­ur­inn niður­stöðuna sína á því að hann taldi ósannað að Dag­björt hefði fengið viðhlít­andi leiðbein­ing­ar til starfs síns og um þá hættu er fólst í því, þrátt fyr­ir að ál­ver­inu hefði verið eða hefði mátt vera kunn­ugt að hætt­an væri fyr­ir hendi.

Dóm­ur­inn taldi þær leiðbein­ing­ar sem Dag­björt tald­ist þó hafa fengið vera al­menn­ar og ófull­nægj­andi miðað við það verk sem hún vann um­rætt sinn. Dóm­ar­inn í mál­inu fór á vett­vang slyss­ins til að kanna aðstæður þar. Niðurstaðan var sú að verk­stjórn Alcan hefði verið ófull­nægj­andi og bæri ál­verið alla ábyrgð á því og þótti hafa sýnt af sér sak­næma hátt­semi með van­rækslu sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert