7-15 stiga hiti í dag

Í dag er spáð vest­lægri átt 3-10 metr­um á sek­úndu og stöku skúr­um. Frem­ur hæg suðlæg eða breyti­leg átt verður í dag, skýjað að mestu og úr­komu­lítið en bjartviðri fram­an af degi suðaust­an­lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýj­ast suðaust­an­lands.

Næstu daga er veður­spá Veður­stofu Íslands þessi:

Á sunnu­dag:
Frem­ur hæg norðvest­leg átt eða haf­gola. Skýjað með köfl­um og all­víða skúr­ir, einkum síðdeg­is. Hiti 8 til 16 stig, sval­ast norðaust­an til. 

Á mánu­dag:
Norðlæg átt 5-10. Skúr­ir um allt land og hiti 5 til 14 stig, hlýj­ast sunn­an­lands. 

Á þriðju­dag:
Norðan og norðvest­an 5-10. Skýjað og rign­ing eða súld öðru hverju norðan til, en bjart með köfl­um fyr­ir sunn­an og lík­ur á síðdeg­is­skúr­um. Hiti breyt­ist lítið. 

Sjá frétt mbl.is: Ský og skýr­ir ráða ríkj­um

Sjá nán­ar á veður­vef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert