7-15 stiga hiti í dag

Í dag er spáð vestlægri átt 3-10 metrum á sekúndu og stöku skúrum. Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt verður í dag, skýjað að mestu og úrkomulítið en bjartviðri framan af degi suðaustanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðaustanlands.

Næstu daga er veðurspá Veðurstofu Íslands þessi:

Á sunnudag:
Fremur hæg norðvestleg átt eða hafgola. Skýjað með köflum og allvíða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 16 stig, svalast norðaustan til. 

Á mánudag:
Norðlæg átt 5-10. Skúrir um allt land og hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands. 

Á þriðjudag:
Norðan og norðvestan 5-10. Skýjað og rigning eða súld öðru hverju norðan til, en bjart með köflum fyrir sunnan og líkur á síðdegisskúrum. Hiti breytist lítið. 

Sjá frétt mbl.is: Ský og skýrir ráða ríkjum

Sjá nánar á veðurvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert