Ríkisstjórnin ætlar að setja af stað vinnu sem miðar að því að breyta lögum og leggja niður landsdóm. Er þetta m.a. gert í kjölfar ályktunar Evrópuráðsþingsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.
Bjarni Benediktsson sagði að um mikla réttarbót væri að ræða sem mætti ekki bíða. Sagði hann að stjórnmálamenn ættu fyrst og fremst eiga að sæta pólitískri ábyrgð í kosningum. Hann segir að draga verði lærdóm af landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde og læra af þeim mistökum með því að breyta lögunum.