Vinnumálastofnun hefur borist ein hópuppsögn í júní. Fyrirtæki í bátasmíði hefur tilkynnt uppsagnir á 24-27 manns með mismunandi löngum uppsagnarfresti.
Tölur um atvinnuleysi í júní liggja ekki fyrir en skráð atvinnuleysi í maí var 4,3%. Að meðaltali voru 7.515 atvinnulausir í maí og fækkaði atvinnulausum um 483 að meðaltali frá apríl eða um 0,6 prósentustig. Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í maí.