Mikil fækkun innbrota og ofbeldismála

Fimmtungsfækkun varð á innbrotum á Íslandi í maí samanborið við …
Fimmtungsfækkun varð á innbrotum á Íslandi í maí samanborið við sama mánuð í fyrra. mbl.is

Fimmt­ungs­fækk­un varð á inn­brot­um á Íslandi í maí sam­an­borið við sama mánuð í fyrra. Ef töl­ur árs­ins 2013 eru born­ar sam­an við sama tíma­bil 2010-2012 sést að þjófnuðum fækkaði um 18% og inn­brot­um fækkaði um 42% á sama tíma. Eigna­spjöll minnkuðu um 27% og of­beld­is­brot­um fækkaði um 6%.

„Efna­hags­hrunið skilaði sér ekki í auk­inni brotatíðni og dómdags­spár í kjöl­far hruns gengu ekki eft­ir,“ seg­ir Helgi Gunn­laugs­son af­brota­fræðing­ur um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag. „Þvert á móti leiddi hrunið af sér stöðnun eða fækk­un af­brota sem er í sam­ræmi við alþjóðlega þróun í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um.“

Hann seg­ir hefðbundn­um af­brot­um á borð við auðgun­ar- og of­beld­is­brot fara fækk­andi í alþjóðleg­um skiln­ingi.

Þró­un­in hófst í Banda­ríkj­un­um í kring­um 1990 og þar hafa glæp­ir verið á und­an­haldi í rúm­lega 20 ár. „Þró­un­in barst til Evr­ópu ör­fá­um árum síðar en skilaði sér ekki til Íslands fyrr en mörg­um árum seinna, upp úr 2005,“ seg­ir Helgi en hann tel­ur lýðfræðileg­ar ástæður út­skýra það að ein­hverju leyti.

Yngra fólk frem­ur fleiri glæpi en þeir sem eldri eru og Ísland er ungt sam­fé­lag í sam­an­b­urði við aðrar þjóðir sem hafa elst hratt síðastliðin ár.

„Ald­ursstrúkt­ur­inn hér heima breyt­ist mun seinna en hjá öðrum þjóðum. Slík ald­urs­dreif­ing hef­ur mik­il áhrif því óal­gengt er að fólk eldra en 40 ára stundi þessi hefðbundnu af­brot.“

Helgi seg­ir auk­inn fjölda inn­flytj-enda til lands­ins ekki hafa haft slæm áhrif held­ur þvert á móti. „Ef eitt-hvað er þá höf­um við horft fram á fækk­un á sama tíma og inn­flytj­end-ur hófu að flykkj­ast til Íslands.“

Helgi seg­ir sam­fé­lagið í heild vera orðið meðvitaðra um glæpi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert