Erill í sjúkraflutningum

Tals­verður er­ill var í sjúkra­flutn­ing­um í nótt hjá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins en alls sinntu slökkviliðsmenn 28 flutn­ing­um á vakt­inni en al­gengt er að þeir sinni um 15 til 20.

Í sam­tali við mbl.is sagði varðstjóri hjá slökkviliðinu stór­an hluta sjúkra­flutn­ing­anna hafa verið for­gangs­verk­efni.

Þá var einnig til­kynnt um bens­ínleka við Njáls­götu í Reykja­vík og var dælu­bíll frá slökkviliðinu send­ur á vett­vang. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins var um að ræða minni hátt­ar leka við heima­hús.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert