Færri steypireyðar í Skjálfandaflóa

Steypireyður í Skjálfandaflóa.
Steypireyður í Skjálfandaflóa. mbl.is/Sigurður Ægisson

„Steypireyðarnar hafa ekki skilað sér í Skjálfandaflóa í jafn miklum mæli og í fyrra,“ segir dr. Marianne Helene Rasmussen, forstöðumaður hvalarannsóknarstöðvar HÍ á Húsavík.

Á sama tíma í fyrra var mjög mikið af þessu stærsta dýri jarðar í Skjálfanda en Húsvíkingar og aðrir hafa velt því fyrir sér hvar þær eru niður komnar.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir að mikill fjöldi steypireyða hafi verið í Skjálfanda síðustu 5-6 ár en áður fyrr voru þær mest á ferð við Snæfellsnes. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar báru kennsl á einstaka hvali af ljósmyndum og fullyrða að þetta séu að hluta til sömu hvalirnir við Skjálfanda sem voru við Snæfellsnes fyrr á árum.

Of snemmt að afskrifa hana

Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, segir of snemmt að afskrifa komu steypireyðanna í Skjálfanda. „Það er misjafnt undanfarin ár nákvæmlega hvar og hvenær hún kemur og miðað við reynslu okkar af Snæfellsnesinu þá gæti hún einfaldlega verið seinna á ferðinni og gæti vel skilað sér í Skjálfanda á næstunni.“

Steypireyðar sáust í Skjálfanda um miðjan apríl að sögn Marianne. „Við sáum seinustu steypireyðina hérna 5. júní. Hugsanlega er hópurinn kominn til Svalbarða því ég hef frétt af aukinni umferð þar,“ segir Marianne en hún bíður eftir myndum þaðan til að bera kennsl á hvalina. „Hugsanlega er bara tilviljanakennt ef þær skila sér ekki í Skjálfanda í ár en ef þær skila sér heldur ekki næsta ár þá gæti verið að þær séu búnar að skipta um leið,“ segir Marianne.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert