Reglulegar hvalaskoðunarferðir hafa verið í boði frá Akureyri það sem af er sumri. Samkvæmt upplýsingum frá Ambassador sem gerir út samnefndan bát til ferðanna frá Torfunefsbryggjunni hefur sést hvalur í hverri einustu ferð bátsins. Í einni ferð tókst þó ekki að sýna gestum hvalina með ásættanlegum hætti að mati fyrirtækisins.
Í morgun voru þessar myndir teknar úr lofti af Ambassador með hnúfubak við bátinn en þeir hafa sést í öllum ferðum nema tveimur það sem af er sumri. Eyjafjörðurinn er kjörinn til hvalaskoðunar, alltaf sléttur sjór enda fjörðurinn vel varinn á alla kanta.
Þeir hjá Ambassador segja það lygilegt að enginn hafi enn orðið sjóveikur í ferð með þeim ennþá. Boðið uppá 3 ferðir á dag alla daga vikunnar.