Íslenskur ísjaki í New York

Brot úr Vatnajökli er til sýnis í MoMa listasafninu í …
Brot úr Vatnajökli er til sýnis í MoMa listasafninu í New York. Skjáskot af National Geograpic

„Það er ekki eins og New York fari að sjá jök­ul­inn á Íslandi svo það er betra að koma með smá brot af Íslandi til New York,“ seg­ir listamaður­inn Ólaf­ur Elías­son um ís­jaka úr Vatna­jökli sem nú er til sýn­is í lista­safn­inu MoMa.

Ólaf­ur seg­ir í viðtali á vef Nati­onal Geograp­hic að um­hverfi Vatna­jök­uls sé eini staður­inn í heim­in­um þar sem hægt sé að standa í sand­in­um og horfa á jaka brotna frá jökli. Hann seg­ist halda að flest­ir jarðarbú­ar hafi ekki skiln­ing á lofts­lags­breyt­ing­um þar sem þeir geti ekki bein­lín­is séð áhrif þeirra.

Sýn­ing hans sem var opnuð í MoMa í síðasta mánuði er til­raun til að breyta því.

Í viðtal­inu kem­ur fram að Ólaf­ur hafi beðið tvo vini sína að svip­ast um eft­ir ís­jaka sem hægt væri að flytja til Banda­ríkj­anna. Menn­irn­ir fóru að Vatna­jökli á hverj­um degi í þrjár vik­ur þar til þeir höfðu fundið nokk­ur brot úr jökl­in­um í réttri stærð. Þeim var svo komið fyr­ir í frystigámi.

Klaus Biesen­bach, stjórn­andi MoMa, seg­ir að ís­inn hafi verið flutt­ur með sama hætti og fros­inn lax er flutt­ur milli landa. Vand­inn var svo að halda jök­un­um frosn­um svo þeir töpuðu ekki upp­runa­legri lög­un sinni. Einu galle­ríi safns­ins var því breytt í risa­stór­an frystiskáp.

Í grein Nati­onal Geograp­hic seg­ir að gagn­rýn­end­ur hafi bent á að mikla orku þurfi till að halda ís­jök­un­um frosn­um. Kæli­kerfið not­ar þó sól­ar­orku að hluta. 

Þá seg­ir í grein­inni að það sé mögnuð upp­lif­un að koma inn í safnið úr sum­ar­hit­an­um og sjá þar stór­an ís­jaka. 

„Þess­ir jökl­ar bera mörg þúsund ára sögu okk­ar vitni og nú eru þeir að bráðna eins og saga okk­ar sé að dofna,“ er haft eft­ir Ólafi.

Sýn­ing­unni lýk­ur í sept­em­ber. Þá verða ör­lög jak­anna þau hin sömu og þeir hefðu hlotið á Íslandi: Þeir munu bráðna.

22 tonna ísjaki var hífður upp úr Jökulsárlóni fyrir nokkrum …
22 tonna ís­jaki var hífður upp úr Jök­uls­ár­lóni fyr­ir nokkr­um árum og sýnd­ur á Íslands­sýn­ingu í Par­ís. mbl.is/​Rax
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert