Prúttað um veðrið og deilt um skúr

Veðurfræðingarnir Trausti Jónsson, Elín Björk Jónasdóttir, Haraldur Ólafsson, Guðrún Nína …
Veðurfræðingarnir Trausti Jónsson, Elín Björk Jónasdóttir, Haraldur Ólafsson, Guðrún Nína Petersen og Einar Magnús Einarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fólk hringir ekkert endilega bara út af veðrinu. Til dæmis er hringt inn til að ræða íslenskt mál. Í hvaða kyni skúr eigi til dæmis að vera. Það er mikið hringt út af því orði,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Veðurstofu Íslands berst fjöldinn allur af fyrirspurnum allan ársins hring, ekki alltaf veðurfarstengdum.

„Einn maður reyndi að fá mig til að breyta um kyn á orðinu. Hann talaði við mig oftar en einu sinni þegar ég hitti hann á förnum vegi. Síðasta tilraunin var á þann veg að hann bað mig um að hafa orðið stundum í kvenkyni og stundum í karlkyni,“ segir Haraldur.

Fimm veðurfræðingar segja frá starfi sínu í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins og hvernig Veðurstofan getur verið eins konar þjóðarsál Íslendinga.

Veðurfræðingar hafa jafnvel verið beðnir um hjálp með jólamatinn á ögurstundu. Elín Björk Jónasdóttir segir það koma fyrir að fólk reyni að prútta um veðrið. Hringt sé inn og spurt hvort það muni ekki fljótlega stytta upp. Í kjölfarið geti hafist þref, fólk vill athuga hvort það sé ekki einhver smuga, þótt ekki væri nema klukkutíma þurrkur. Sé svarið áfram nei er lokaspurningin: „En 40 mínútur? Það er alveg nóg fyrir mig.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert