Pyntingar á Austurvelli

Frá pyndingaraðgerð Ungliðahreyfingar Amnesty International á Austurvelli.
Frá pyndingaraðgerð Ungliðahreyfingar Amnesty International á Austurvelli. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ungliðahreyf­ing Íslands­deild­ar Am­nesty In­ternati­onal  bauð í dag gest­um og gang­andi á Aust­ur­velli að kynn­ast nokkr­um þeirra pynt­ing­araðferða sem beitt hef­ur verið víðs veg­ar um heim­inn af eig­in raun, án þess að þeim yrði meint af.

Var þetta gert í til­efni af alþjóðleg­um degi Sam­einuðu þjóðanna til stuðnings fórn­ar­lömb­um pynt­inga. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Am­nesty hafa 150 ríki orðið upp­vís að pynt­ing­um og ómannúðlegri meðferð og krefjast sam­tök­in þess að öll ríki heims virði hið al­gjöra bann við pynt­ing­um, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Í dag eru 26 ár liðin frá því að Samn­ing­ur Sam­einuðu þjóðanna gegn pynt­ing­um og ann­arri grimmi­legri, ómannúðlegri eða van­v­irðandi meðferð eða refs­ingu gekk í gildi, en Am­nesty In­ternati­onal barðist fyr­ir gerð hans í ár­araðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert