Talsvert um fjarvistir á Alþingi

Á þingi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Á þingi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fimm varaþingmenn sitja fundi Alþingis um þessar mundir, samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Þannig situr Björn Valur Gíslason fyrir Árna Þór Sigurðsson, þingmann Vinstri-grænna, Edward H. Huijbens fyrir Steingrím J. Sigfússon, þingmann Vinstri-grænna, Freyja Haraldsdóttir fyrir Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar, Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Ögmund Jónasson, þingmann Vinstri-grænna, og Sigríður Á. Andersen fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins.

Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, eru þrír þeirra þingmanna sem kallað hafa inn varamenn; Guðlaugur Þór Þórðarson, Steingrímur J. Sigfússon og Árni Þór Sigurðsson, utan þings í einkaerindum og því launalausir á meðan. Ögmundur Jónasson er hins vegar staddur í Strassborg á fundi Evrópuráðsins. Við upphaf þingfundar í gær var síðan tilkynnt að Guðmundur Steingrímsson yrði frá störfum næstu daga.

Þá bendir Helgi á að í þessari viku hafi verið mikið um fundahöld erlendis. Þannig hafi þrír þingmenn verið viðstaddir fund á vegum Evrópunefnda þjóðþinga (COSAC), þrír hafi verið viðstaddir fund þingmannanefndar EFTA í Þrándheimi, einn þingmaður hafi verið viðstaddur fund Norðurlandaráðs í Gautaborg, tveir þingmenn hafi mætt á fund menningarnefndar Norðurlandaráðs í Lillehammer, þrír þingmenn hafi verið viðstaddir fund Evrópuráðsins í Strassborg og loks hafi sjö þingmenn verið viðstaddir sumarfundi Norðurlandaráðs í Noregi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert