Búnir að veiða 20 langreyðar

Búið er að veiða 20 dýr.
Búið er að veiða 20 dýr. Árni Sæberg

„Það geng­ur allt mjög vel,“ seg­ir Gunn­laug­ur F. Gunn­laugs­son, stöðvar­stjóri í Hval­stöðinni í Hval­f­irði, en þegar mbl.is náði tali af hon­um var búið að landa tveim­ur hvöl­um í morg­un.

Aðspurður seg­ir hann búið að veiða alls 20 langreyðar frá því að hval­veiðivertíðin hófst.

Í Hval­stöðinni er unnið nótt og dag en alls vinna þar um 90 manns á átta stunda vökt­um við hvalsk­urðinn. Hóp­ur­inn sam­an­stend­ur af skóla­fólki og reynd­um hvalsk­urðarmönn­um sem kallaðir eru til þegar vertíð hefst.

„Það er unnið all­an sól­ar­hring­inn, al­veg stöðugt. Menn vinna í átta tíma og sofa í átta,“ seg­ir Gunn­laug­ur og bend­ir á að sein­ast í morg­un, um klukk­an 11, hafi Hval­ur 9 komið með tvo hvali að landi.

„Fyrri hval­ur­inn var 61 eða 62 fet en hinn er tals­vert mikið stærri,“ seg­ir Gunn­laug­ur en ekki er búið að mæla það dýr enn. Það stend­ur þó til að hífa hann og mæla á næstu 30 mín­út­um.

Hval­ur 8 var á veiðum í gær og kom hann með einn hval að landi í gær­kvöldi.

Aðspurður seg­ir Gunn­laug­ur Hval 9 vera nú á leið til hafn­ar í Reykja­vík til þess að taka olíu en Hval­ur 8 er úti á miðum. „Bát­ur­inn sem er úti núna hef­ur sjálfsagt verið að skjóta því hann ansaði ekki áðan,“ seg­ir Gunn­laug­ur og bæt­ir við að mórall­inn um borð í hval­veiðiskip­un­um sé mjög góður. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka