Óvenjumikið var að gera í sjúkraflutningum hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt en samkvæmt upplýsingum þaðan fóru sjúkraflutningamenn í alls 41 slíka ferð. Algengt er að þeir sinni um 15 til 20 sjúkraflutningum á vakt.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var stór hluti sjúkraflutninganna forgangsverkefni. Var nóttin því nokkuð strembin að sögn varðstjóra.
Hins vegar var engin hreyfing á dælubílum slökkviliðsins í nótt.