Fagna því að leggja eigi Landsdóm niður

Landsdómur tekur sér sæti í gamla lestrarsalnum í Þjóðmenningarhúsinu.
Landsdómur tekur sér sæti í gamla lestrarsalnum í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Kristinn

Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, fagn­ar álykt­un þings Evr­ópuráðsins frá því á föstu­dag­inn og seg­ir hana lýsa for­dæm­ingu á póli­tísk­um saka­mála­rétt­ar­höld­um þar sem fólk er ákært fyr­ir póli­tísk­ar ákv­arðanir eða skoðanir.

Álykt­un­in var samþykkt sam­hljóða með 86 at­kvæðum, en í henni seg­ir að halda beri póli­tískri ábyrgð og refsi­á­byrgð aðskild­um.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Geir dap­ur­legt að Íslandi hafi verið komið í hóp ríkja þar sem fólk sé ákært fyr­ir póli­tísk­ar ákv­arðanir eða skoðanir. For­menn stjórn­ar­flokk­anna lýstu því yfir um helg­ina að rétt væri að leggja niður Lands­dóm í ljósi álykt­un­ar­inn­ar. Kveðið er á um Lands­dóm í stjórn­ar­skrá og í lög­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert