Fylgi Framsóknar dalar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgi við Fram­sókn­ar­flokk­inn mæl­ist 20% sam­kvæmt nýj­um Þjóðar­púls Gallup. Þetta er einu pró­sentu­stigi minna fylgi en í síðustu könn­un. Sjálf­stæðis­flokk­ur bæt­ir lít­il­lega við sig og mæl­ist með 27% fylgi. Fram­sókn fékk 24% fylgi í kosn­ing­un­um og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fékk 27%.

Sam­fylk­ing mæl­ist nú með 15% en var með 13% í kosn­ing­un­um. Vinstri græn bæta líka við sig frá í vor. Þau fengju 13% stuðning, en fengu 11% í kosn­ing­un­um. Björt framtíð stend­ur í stað á milli mánaða með 10% sem er aukn­ing frá kosn­ing­um. Fylgi við Pírata eykst lít­il­lega, en flokk­ur­inn mæl­ist nú með 7% fylgi.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina minnk­ar. Hann hef­ur farið úr 62% í 58%. Könn­un­in var gerð dag­ana 30. maí til 27. júní. Úrtakið var 6.900 manns og svar­hlut­fall var 60%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert