Fylgi Framsóknar dalar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgi við Framsóknarflokkinn mælist 20% samkvæmt nýjum Þjóðarpúls Gallup. Þetta er einu prósentustigi minna fylgi en í síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkur bætir lítillega við sig og mælist með 27% fylgi. Framsókn fékk 24% fylgi í kosningunum og Sjálfstæðisflokkurinn fékk 27%.

Samfylking mælist nú með 15% en var með 13% í kosningunum. Vinstri græn bæta líka við sig frá í vor. Þau fengju 13% stuðning, en fengu 11% í kosningunum. Björt framtíð stendur í stað á milli mánaða með 10% sem er aukning frá kosningum. Fylgi við Pírata eykst lítillega, en flokkurinn mælist nú með 7% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar. Hann hefur farið úr 62% í 58%. Könnunin var gerð dagana 30. maí til 27. júní. Úrtakið var 6.900 manns og svarhlutfall var 60%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert