„Hafa skapað sér sjálfskaparvíti“

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Ómar Óskarsson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hafa á fundi með odd­vit­um stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna á þingi óskað eft­ir því að þing­setn­ingu í haust verði frestað um þrár vik­ur.

Ástæðan er sögð vera sú að ekki er talið lík­legt að gerð fjár­laga og tekju­frum­varpa klárist fyr­ir til­sett­an tíma. Kom þetta fram í frétt­um Stöðvar 2 í kvöld.

„Ef rétt er þá líst mér ákaf­lega illa á það. Lög­in segja al­veg skýrt að það á að leggja fram fjár­laga­frum­varp og tekju­frum­varp þegar þing kem­ur sam­an 10. sept­em­ber,“ seg­ir Össur Skarp­héðins­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, í sam­tali við mbl.is og bend­ir á að nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar hafi á sín­um tíma bar­ist hart fyr­ir því að tekju­frum­vörp yrðu lögð snemma fram á síðasta kjör­tíma­bili. Seg­ir hann rök­in fyr­ir því hafa verið sterk: þingið þyrfti að hafa meira ráðrúm og tíma til þess að ræða þau.

„Ég sé ekki að það hafi að nokkru leyti breyst og er sjálf­ur þeirr­ar skoðunar að það sé mjög erfitt að fall­ast á svona. Rík­is­stjórn­in mun í sum­ar­lok hafa haft ær­inn tíma til þess að koma sam­an fjár­lög­um,“ seg­ir Össur og bæt­ir við að fjár­lag­aramm­inn hafi verið til.

„Þeir hafa skapað sér sjálf­skap­ar­víti með frum­vörp­um sem skerða tekj­ur rík­is­ins all­veru­lega,“ seg­ir Össur og bend­ir á veiðileyf­a­gjaldið í því sam­hengi.

Aðspurður hvenær sum­arþingi kann að ljúka seg­ir Össur ýmsa óska eft­ir að því sloti í þess­ari viku. „En ég er nú ekki viss um að það tak­ist.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert