Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert
Sjálfstæðisflokkurinn er með mesta fylgið samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið og Stöð 2 létu gera, nánar tiltekið 31,3%. Framsókn er eini flokkurinn á þingi sem bætir ekki við fylgi sitt frá alþingiskosningunum.
Spurt var hvaða lista fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Framsókn fengi  21% atkvæða en var með 24,4% í kosningunum. Vinstri græn bæta við sig 4,4% frá kosningum og fara í 15,3%. Samfylkingin bætir við sig 1,5% og stendur í 14,4%. Sjálfstæðisflokkurinn bætir mest við sig, 4,6%, og fengi 31,3%. Píratar og Björt framtíð standa nokkurn veginn í stað. Fylgi þeirra framboða sem ekki náðu mönnum inn á þing í kosningunum í apríl fer úr 11,9% niður í 4,2%.
Í frétt Fréttablaðsins segir að þessar niðurstöður hefðu í för með sér sveiflur á fjölda þingmanna, en meirihluti væri enn tryggur, með 35 sæti á móti 28.
Könnunin varð gerð 26.-27. júní. Úrtakið í könnuninni var 1.077 manns, en hringt var þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Alls tók 81% svarenda afstöðu til spurningarinnar. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert