Tilboðsfrestur í lóðir í Úlfarsárdal rennur út í dag

Frá Úlfarsárdal.
Frá Úlfarsárdal. mbl.is

Í dag kl. 16:00 rennur út frestur til að skila inn tilboðum í byggingarétt á lóðum í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási, en borgarráð samþykkti í síðasta mánuði nýja skilmála. Horfið er frá sölu lóða á föstu verði með viðbótargjaldi en þær þess í stað boðnar út. Kaupendum byggingaréttar er boðið upp á staðgreiðsluafslátt eða afborgunarlaus lán fyrstu þrjú árin sem bera enga vexti  fyrsta hálfa árið.  

Í morgun höfðu borist um fjörtíu tilboð, en ekki liggur fyrir í hvað margar íbúðir. Allar slíkar upplýsingar verða teknar saman eftir að tilboðsfrestur rennur út í dag. „Reynslan sýnir okkur að flestir skila inn tilboðum síðasta daginn,“ segir Hrólfur Jónsson á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, í fréttatilkynningu.

Uppbygging í Úlfarsárdal

Í boði eru 127 lóðir með byggingarétti fyrir 271 íbúð í þessum tveimur hverfum við Úlfarsá.


Í Úlfarsárdal eru 86 lóðir með byggingarétti fyrir 218 íbúðir:

  • 3 lóðir fyrir fjölbýlishús með samtals 72 íbúðir
  • 10 lóðir fyrir raðhús með samtals 56 íbúðum
  • 17 lóðir fyrir parhús með 34 íbúðum
  • 56 lóðir fyrir einbýlishús

Í Reynisvatnsási býðst 41 lóð með byggingarétti fyrir 53 íbúðir: 

  • 2 lóðir fyrir raðhús með samtals 13 íbúðum
  • 1 lóð fyrir parhús með 2 íbúðum
  • 38 lóðir fyrir einbýlishús

 Með byggingu á þeim lóðum sem nú eru boðnar út verða hverfin fullbyggð miðaða við núverandi áform. Hjá Reykjavíkurborg ríkir bjartsýni um gott gengi þess útboðs. Það hefur nú þegar færst aukinn kraftur í uppbyggingu í Úlfarsárdal því fyrr í sumar var gengið frá sölu tveggja fjölbýlishúsalóða með byggingarrétti fyrir 96 íbúðir.

 Sjá tengla á útboðsskilmála og uppbyggingu í Úlfarsárdal í frétt á vef Reykjavíkurborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert