Tilboðsfrestur í lóðir í Úlfarsárdal rennur út í dag

Frá Úlfarsárdal.
Frá Úlfarsárdal. mbl.is

Í dag kl. 16:00 renn­ur út frest­ur til að skila inn til­boðum í bygg­inga­rétt á lóðum í Úlfarsár­dal og Reyn­is­vatns­ási, en borg­ar­ráð samþykkti í síðasta mánuði nýja skil­mála. Horfið er frá sölu lóða á föstu verði með viðbót­ar­gjaldi en þær þess í stað boðnar út. Kaup­end­um bygg­inga­rétt­ar er boðið upp á staðgreiðslu­afslátt eða af­borg­un­ar­laus lán fyrstu þrjú árin sem bera enga vexti  fyrsta hálfa árið.  

Í morg­un höfðu borist um fjör­tíu til­boð, en ekki ligg­ur fyr­ir í hvað marg­ar íbúðir. All­ar slík­ar upp­lýs­ing­ar verða tekn­ar sam­an eft­ir að til­boðsfrest­ur renn­ur út í dag. „Reynsl­an sýn­ir okk­ur að flest­ir skila inn til­boðum síðasta dag­inn,“ seg­ir Hrólf­ur Jóns­son á skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar hjá Reykja­vík­ur­borg, í frétta­til­kynn­ingu.

Upp­bygg­ing í Úlfarsár­dal

Í boði eru 127 lóðir með bygg­inga­rétti fyr­ir 271 íbúð í þess­um tveim­ur hverf­um við Úlfarsá.


Í Úlfarsár­dal eru 86 lóðir með bygg­inga­rétti fyr­ir 218 íbúðir:

  • 3 lóðir fyr­ir fjöl­býl­is­hús með sam­tals 72 íbúðir
  • 10 lóðir fyr­ir raðhús með sam­tals 56 íbúðum
  • 17 lóðir fyr­ir par­hús með 34 íbúðum
  • 56 lóðir fyr­ir ein­býl­is­hús

Í Reyn­is­vatns­ási býðst 41 lóð með bygg­inga­rétti fyr­ir 53 íbúðir: 

  • 2 lóðir fyr­ir raðhús með sam­tals 13 íbúðum
  • 1 lóð fyr­ir par­hús með 2 íbúðum
  • 38 lóðir fyr­ir ein­býl­is­hús

 Með bygg­ingu á þeim lóðum sem nú eru boðnar út verða hverf­in full­byggð miðaða við nú­ver­andi áform. Hjá Reykja­vík­ur­borg rík­ir bjart­sýni um gott gengi þess útboðs. Það hef­ur nú þegar færst auk­inn kraft­ur í upp­bygg­ingu í Úlfarsár­dal því fyrr í sum­ar var gengið frá sölu tveggja fjöl­býl­is­húsalóða með bygg­ing­ar­rétti fyr­ir 96 íbúðir.

 Sjá tengla á útboðsskil­mála og upp­bygg­ingu í Úlfarsár­dal í frétt á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka