Vinnupallar veittu aðgang að þaki

Víðistaðaskóli.
Víðistaðaskóli. Þorkell Þorkelsson

Líðan drengsins sem féll átta metra fram af þaki Víðistaðaskóla í Hafnarfirði á laugardagskvöld er óbreytt. Honum er haldið sofandi í öndunarvél en hann hlaut áverka á andliti.

Að sögn lögreglunnar eru framkvæmdir í gangi við skólann og virðist sem drengurinn hafi klifrað upp á vinnupalla og þannig komist upp á þakið. Vinnueftirlitið hefur mætt á staðinn til að kanna hvort nægilega vel hafi verið gengið frá pöllunum en það á eftir að skila frá sér skýrslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert