Ísland fyrst ríkja til að fullgilda vopnaviðskiptasamning

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra til­kynnti í Há­skóla Íslands í dag að Ísland hafi full­gilt vopna­skipta­samn­ing aðild­ar­ríkja Sam­einuðu þjóðanna, fyrst ríkja. Til­kynn­ing­in var á gerð á opn­um fundi með Ban Ki-moon, aðal­fram­kvæmda­stjóra SÞ, sem er stadd­ur hér á landi í op­in­berri heim­sókn í boði ut­an­rík­is­ráðherra.

Vopna­skipta­samn­ing­ur­inn er fyrsti alþjóðlegi samn­ing­ur­inn sinn­ar gerðar en hann var und­ir­ritaður í byrj­un júní. Hann fjall­ar einkum um eft­ir­lit með út­flutn­ingi hefðbund­inna vopna með það að mark­miði að auka alþjóðlegt ör­yggi og skapa vernd gegn mann­rétt­inda­brot­um.

Ísland og hin Norður­lönd­in voru á meðal þeirra ríkja sem beittu sér fyr­ir því að samn­ing­ur­inn yrði gerður en samn­ings­gerðin naut einnig mik­ils stuðnings frjálsra fé­laga­sam­taka á borð við Rauða kross­ins og Am­nesty In­ternati­onal. Ríkj­un­um tókst m.a. að fá samþykkt ákvæði í samn­ingstext­ann sem skyld­ar aðild­ar­ríki SÞ til að taka til­lit til hætt­unn­ar á kyn­bundnu of­beldi þegar ákv­arðanir eru tekn­ar um vopna­út­flutn­ing.

Ut­an­rík­is­ráðherra sagði þessa vinnu til marks um að ekki þurfi stór­veldi til að ná ár­angri í bar­átt­unni fyr­ir góðum málstað. Rödd Íslands og annarra sem berðust fyr­ir aukn­um mann­rétt­ind­um hefði heyrst og hún skilað sér í þess­um samn­ingi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert