Ver Þuríði Bachman

Árni Þór Sigurðsson á Alþingi
Árni Þór Sigurðsson á Alþingi mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagði á Alþingi í dag að sú gagnrýni sem Þuríður Backman hefur sætt fyrir þátttöku sína við gerð skýrslu Evrópuráðsins um réttarhöld Landsdóms yfir Geir H. Haarde, væri ómakleg.

Þuríður sagði í Morgunblaðinu í dag að hún hefði greitt atkvæði með ályktun Evrópuráðsins um samþykkt skýrslunnar, en í séráliti hennar hefði hún gert athugasemdir við nokkur atriði í skýrslunni.

Hún sagði að athugasemdir hennar hefðu meðal annars snúið að því að skýra hvenær hefði verið skipað í Landsdóm, en í skýrslunni hefði mátt skilja að sama þing og tók ákvörðun um ákæru í Landsdómsmálinu hafi kosið Landsdóm. Það sé ekki rétt, því dómurinn hafi verið skipaður löngu áður.

Í skýrslunni voru pólitísk réttarhöld gagnrýnd. Í kjölfar skýrslunnar og ályktunar Evrópuráðsins, þar sem pólitísk réttarhöld eru gagnrýnd, lýsti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra því yfir að ríkisstjórnin hygðist leggja Landsdóm niður. Andri Árason, verjandi Geirs í Landsdómsmálinu, sagði að ekki væri ljóst hvort breyti þurfi stjórnarskránni til að leggja Landsdóm niður.

Í yfirlýsingu sem Geir H. Haarde sendi frá sér í kjölfar útkomu skýrslunnar sagði hann „skýrsluna og ályktun Evrópuráðsins vera stórsigur fyrir hann og hans málstað. Geir sagði einnig raunalegt hvernig þáverandi formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, Þuríður Backman, sem var einn ákærenda í landsdómsmálinu, hefði orðið sér til minnkunar á þessum alþjóðlega vettvangi með séráliti sínu og undirstrikaði enn frekar það pólitíska ofstæki sem að baki lá.“

Frétt mbl.is: Vandmeðfarið fyrirkomulag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert