112 mínútna málþóf Pírata

Jón Þór Ólafsson í pontu í upphafi 2. umræðu um …
Jón Þór Ólafsson í pontu í upphafi 2. umræðu um veiðigjaldsmálið. Skjáskot af althingi.is

Málþóf sem Píratar boðuðu á dögunum í veiðigjaldsmálinu entist í 112 mínútur og 25 sekúndur. Lengst talaði Birgitta Jónsdóttir, í 53 mínútur og 24 sekúndur. Helgi Hrafn Guðmundsson kom þar á eftir, en hann talaði í 43 mínútur og 25 sekúndur. Jón Þór Ólafsson talaði styst, í 15 mínútur og 36 sekúndur.

Málþófið boðaði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hinn 27. júní sl. og sendi forseta Íslands af því tilefni opið bréf á bloggsíðu sinni. Málþófinu beittu Píratar til að tryggja að forsetinn yrði kominn heim frá Þýskalandi þegar lögin, ef samþykkt væru, bærust honum til undirritunar. Ellegar væri málskotsréttur forseta í höndum handhafa forsetavalds; Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, Einars K. Guðfinnssonar forseta Alþingis og Markúsar Sigurbjörnssonar, forseta Hæstaréttar.

Í gær sendi Jón Þór svo frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Píratar væru hættir málþófi þar eð forsetinn væri kominn til landsins.

Frétt mbl.is: Píratar fylgja fordæmi Gandhis.

Frétt mbl.is: Málþóf þar til forsetinn kemur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert