„Þetta er mjög sérstakt. Ég hef bara einu sinni á ævinni séð æðarblika skjótast á hreiður, og það var í nokkrar sekúndur á meðan kollan fór af.“
Þetta segir Sigurður Ægisson fuglaáhugamaður, sem náði afar sjaldgæfum myndum af æðarblika á hreiðri í æðarvarpi á Siglufirði. Örlygur Kristfinnsson, eigandi æðarvarpsins, segir fuglinn hafa legið á hreiðrinu í nokkra daga, en hann hefur aldrei séð neitt þessu líkt áður.
Blikinn lá á hreiðri með þremur eggjum sem líklega komu undan kollu af sömu tegund, en þrjú egg telst fremur lítið.