„Eins og ekkert hafi verið slegið“

Órækt í Reykjavík Hátt gras getur valdið vegfarendum vandræðum.
Órækt í Reykjavík Hátt gras getur valdið vegfarendum vandræðum. mbl.is/Golli

„Það er eins og ekk­ert hafi verið slegið, ef maður keyr­ir um borg­ina,“ seg­ir Guðjóna Björk Sig­urðardótt­ir, skrif­stofu­stjóri á um­hverf­is­sviði hjá Reykja­vík­ur­borg, en hún seg­ir or­saka­vald­inn vera mikla vætutíð.

„Við höf­um verið hepp­in síðustu ár þar sem lítið hef­ur rignt en nú hef­ur bara rignt og rignt og það flæk­ir hlut­ina.“

Starfs­menn Reykja­vík­ur­borg­ar hafa nú þegar slegið grasið í stór­um hluta borg­ar­inn­ar einu sinni en á minni svæðum er ennþá verið að vinna í fyrstu um­ferð. Guðjóna seg­ir grasið vaxa hratt í slíku ár­ferði og að sláttu­deild­in kom­ist hæg­ar yfir en ella þegar blautt gras er slegið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert