„Eins og ekkert hafi verið slegið“

Órækt í Reykjavík Hátt gras getur valdið vegfarendum vandræðum.
Órækt í Reykjavík Hátt gras getur valdið vegfarendum vandræðum. mbl.is/Golli

„Það er eins og ekkert hafi verið slegið, ef maður keyrir um borgina,“ segir Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri á umhverfissviði hjá Reykjavíkurborg, en hún segir orsakavaldinn vera mikla vætutíð.

„Við höfum verið heppin síðustu ár þar sem lítið hefur rignt en nú hefur bara rignt og rignt og það flækir hlutina.“

Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa nú þegar slegið grasið í stórum hluta borgarinnar einu sinni en á minni svæðum er ennþá verið að vinna í fyrstu umferð. Guðjóna segir grasið vaxa hratt í slíku árferði og að sláttudeildin komist hægar yfir en ella þegar blautt gras er slegið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert