Fjármögnun Bakka ljúki í nóvember

Yfirlit af skipulagi á lóð PCC á Bakka við Húsavík, …
Yfirlit af skipulagi á lóð PCC á Bakka við Húsavík, skv. frummatsskýrslu frá febrúar á þessu ári. Lóðin er 22 hektarar að stærð.

„Ég man nú ekki hvort það var farið eitthvað sérstaklega yfir það, nema það var kynnt að til þess að það gæti orðið að veruleika þá þyrftum við að afgreiða þetta mál.“

Þetta segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um hvernig fjármögnun kísilvers á Bakka var kynnt í nefndinni á síðasta kjörtímabili. Greint var frá því í Morgunblaðinu á mánudag að fjármögnun hefði tafist. Gert hafði verið ráð fyrir að henni yrði lokið í maí sl. en það stóðst ekki. Ný áætlun gerir ráð fyrir að fjármögnun ljúki á þessu ári, líklega í nóvember.

„Eins og maður skildi málið þegar það var í meðferð nefndarinnar þá átti fjármögnunin í sjálfu sér ekki að vera vandamál ef þetta [ívilnanirnar] gengi eftir,“ segir Jón aðspurður hvort eðlilegt hafi verið að veita þessar ívilnanir áður en fjármögnun kísilversins lá fyrir. Þá bendir hann á að ívilnanirnar hafi verið umdeildar á sínum tíma enda hafi með þeim verið gengið lengra en oft áður.

„Þessu seinkaði vegna þess að verksmiðjan var að hluta til endurhönnuð,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings á Húsavík, um seinkunina í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert