Hælisleitendur kosta 550 milljónir

mbl.is/Kristinn

Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna hælisleitenda verði 550 milljónir króna á þessu ári. Þá er ekki meðtalinn stjórnsýslukostnaður vegna málaflokksins.

Upphæðin er áætlun Útlendingastofnunar og kemur fram í minnisblaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til ríkisstjórnarinnar um stöðu hælismála hér á landi sem kynnt var á Alþingi í gær.

Í minnisblaðinu kemur fram að hækkunin skýrist af auknum fjölda hælisleitenda og lengri málsmeðferð. Varlega er áætlað að umsóknum um hæli hér á landi fjölgi um 100% frá árinu 2012 og verði 230 í ár, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert