Þyrluflug verði bannað?

Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, telur koma til greina að banna þyrluflug nærri fjölsóttum ferðamannastöðum á Íslandi. Hann segir ferðamenn hafa kvartað undan þessu útsýnisflugi.

„Ég held að þetta þyrluflug sé eins og svo margt annað í ferðaþjónustunni, óundirbúið og órætt. Menn bara gera það sem þeim dettur í hug, gleyma að ferðaþjónustan er alvöru atvinnugrein með miklar skyldur og tækifæri en glímir líka við vaxtarverki með stórfjölgun erlendra ferðamanna hingað síðari ár. Eitt vandamálið er að reglur eru óljósar,“ segir Ásbjörn í samtali við Akureyri vikublað.


„Ég hef heyrt í fólki sem finnst ágangur af þyrlum yfir Gullfoss og Geysis-svæðinu, að þar hafi skapast ónæði sem ekki verði við unað,“ segir Ásbjörn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert