Flutt verði inn erfðaefni

Gera þarf ítarlega áhættugreining varðandi fyrirkomulag innflutnings á erfðaefni
Gera þarf ítarlega áhættugreining varðandi fyrirkomulag innflutnings á erfðaefni Morgunblaðið/Árni Sæberg

Starfshópur um eflingu nautakjötsframleiðslunnar hefur gert þá tillögu til ráðherra að þegar verði hafist handa um að skapa aðstöðu til þess að flytja inn nýtt erfðaefni til innblöndunar í íslenska holdanautastofninn. Flutt verði inn erfðaefni af holdakyninu Aberdeen Angus og síðar kannaðir möguleikar á innflutningi á erfðaefni Limousin-gripa.

Þetta kemur fram á vefsvæði Landssambands kúabænda. Þar segir einnig að starfshópurinn hafi lagt til að erfðaefnið verði flutt inn frá Noregi í samvinnu við ræktunarfélög þar í landi.

Einnig að gerð verði ítarleg áhættugreining varðandi fyrirkomulag innflutnings á erfðaefni. Sérstaklega verði skoðað hvort unnt verði að leyfa innflutning sæðis beint til einstakra bænda. Ennfremur að kannað verði hvort unnt og þá hvernig sé að koma upp sérstöku ræktunarbúi til þess að framrækta Aberdeen Angus-kynið og byggja upp hreinræktaðan stofn. Þar verði jafnframt aðstaða til sæðistöku til dreifingar gegnum Nautastöð BÍ til bænda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert