Átta metra hvalur, líklega háhyrningur, fannst í Hornvík á Hornströndum. Að sögn Jóns Björnssonar, landvarðar í Hornstrandafriðlandinu, er dýrið sennilega gamalt og byggir hann það á slitnum tönnum hvalsins. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta.
Hvalurinn liggur við Hafnarósinn og er einnig annar hvalur hinumegin við ósinn, en hann rak upp á Grannanes í fyrra. Sá eldri er að verða að beinum.
Frétt Bæjarins besta um málið.