Alþingi felldi tillögu þess efnis að senda mál bandaríska uppljóstrarans Edwards Snowdens til þingnefndar. Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmenn Pírata, greindu frá því í ræðustól Alþingis að formleg umsókn Snowdens um íslenskan ríkisborgararétt hefði borist.
Við atkvæðagreiðslu voru 33 þingmenn á móti tillögunni en 21 kaus með henni. Þá sátu fimm hjá og einn þingmaður var fjarverandi.
Umræður standa enn yfir á Alþingi.