Vilja gera Snowden að íslenskum ríkisborgara

Edward Snowden.
Edward Snowden. AFP

Sex þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafa lagt fram frum­varp á Alþingi um að banda­ríska upp­ljóstr­ar­an­um Edw­ard Snowd­en verði veitt­ur ís­lensk­ur rík­is­borg­ara­rétt­ur.

Fyrsti flutn­ings­maður er Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, en meðflutn­ings­menn eru sam­flokks­menn hans Birgitta Jóns­dótt­ir og Jón Þór Ólafs­son ásamt Ögmundi Jónas­syni, þing­manni Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, Helga Hjörv­ar, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Páli Val Björns­syni, þing­mann Bjartr­ar framtíðar.

„Flutn­ings­menn leggja til að Edw­ard Joseph Snowd­en fái ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt nú þegar en skv. 6. gr. laga um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt, nr. 100/​1952, veit­ir Alþingi rík­is­borg­ara­rétt með lög­um,“ seg­ir í grein­ar­gerð með frum­varp­inu sem ann­ars hljóðar svo: „Rík­is­borg­ara­rétt skal öðlast: Snowd­en, Edw­ard Joseph, f. 21. júní 1983 í Banda­ríkj­un­um. [...] Lög þessi öðlast þegar gildi.“

Snowd­en er tal­inn vera stadd­ur á alþjóðaflug­velli í Moskvu en hann hef­ur sótt um póli­tískt hæli í fjölda ríkja. Þeirri beiðni hef­ur víða verið hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert