Tveir ráðherrar kosta 180 milljónir

Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn eru 10, en í ríkisstjórninni sem …
Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn eru 10, en í ríkisstjórninni sem fór frá völdum í vor voru 8 ráðherrar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlaður kostnaður við að fjölga ráðherr­um um tvo er áætlaður 180 millj­ón­ir króna á kjör­tíma­bil­inu. Fyrst og fremst er um að ræða launa­kostnað ráðherra, aðstoðarmanna og ann­an kostnað. Kostnaður vegna biðlauna í lok kjör­tíma­bils gæti verið 30 millj­ón­ir til viðbót­ar.

Þetta kem­ur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, við fyr­ir­spurn Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra, um kostnað við fjölg­un ráðherra um tvo.

Í fyr­ir­spurn­inni er spurt um kostnað við að fjölga ráðherr­um um tvo. Þegar rík­is­stjórn­in var mynduð var ráðherr­um í rík­is­stjórn­inni fjölgað um einn, þ.e. úr átta í níu. Svarið end­ur­spegl­ar því ekki raun­veru­leg­an kostnað sem fallið hef­ur til í tíð nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar.

Fram kem­ur í svar­inu að gerðar hafi verið breyt­ing­ar á hús­næði ráðuneyt­anna í kjöl­far fjölg­un­ar ráðherr­anna og er sá kostnaður um 15 millj­ón­ir króna. Ekki er áformað að ráða fleiri ráðherra­bíl­stjóra eða rit­ara vegna fjölg­un­ar ráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert