Tveir ráðherrar kosta 180 milljónir

Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn eru 10, en í ríkisstjórninni sem …
Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn eru 10, en í ríkisstjórninni sem fór frá völdum í vor voru 8 ráðherrar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlaður kostnaður við að fjölga ráðherrum um tvo er áætlaður 180 milljónir króna á kjörtímabilinu. Fyrst og fremst er um að ræða launakostnað ráðherra, aðstoðarmanna og annan kostnað. Kostnaður vegna biðlauna í lok kjörtímabils gæti verið 30 milljónir til viðbótar.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, um kostnað við fjölgun ráðherra um tvo.

Í fyrirspurninni er spurt um kostnað við að fjölga ráðherrum um tvo. Þegar ríkisstjórnin var mynduð var ráðherrum í ríkisstjórninni fjölgað um einn, þ.e. úr átta í níu. Svarið endurspeglar því ekki raunverulegan kostnað sem fallið hefur til í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Fram kemur í svarinu að gerðar hafi verið breytingar á húsnæði ráðuneytanna í kjölfar fjölgunar ráðherranna og er sá kostnaður um 15 milljónir króna. Ekki er áformað að ráða fleiri ráðherrabílstjóra eða ritara vegna fjölgunar ráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert