Urðu að vísa 300 manns frá óbyggðahlaupi á Íslandi

Fjölbreytileg náttúra og landslag heillaði fulltrúa RacingThePlanet.
Fjölbreytileg náttúra og landslag heillaði fulltrúa RacingThePlanet. mbl.is/RAX

Þann 4. ág­úst hefst hér á landi óbyggðahlaupið Rac­ingT­hePla­net: Ice­land 2013, þar sem farn­ir verða um 250 kíló­metr­ar á sjö dög­um, frá Kerl­ing­ar­fjöll­um í Bláa lónið. Þátt­tak­end­ur koma frá um 50 þjóðlönd­um.

Fyr­ir­tækið Rac­ingT­hePla­net á og skipu­legg­ur svo­kölluð 4 Deserts-hlaup, en þau fara fram í Gobi-eyðimörk­inni, Sa­hara-eyðimörk­inni, Atacama-eyðimörk­inni og á Suður­skautsland­inu.

Að sögn Vil­borg­ar Hann­es­dótt­ur, verk­efna­stjóra fyr­ir Ice­land Tra­vel, skráðu um 600 manns sig til leiks en aðeins 300 komust að. Er þetta metaðsókn en Vil­borg seg­ir að fjöl­breyti­leg nátt­úra og lands­lag hafi heillað full­trúa Rac­ingT­hePla­net, sem hingað komu í fyrra. „Kepp­end­ur eru með all­an búnað á bak­inu, mat­inn og allt það, það eina sem við ger­um er að setja upp tjöld­in og skaffa heitt vatn og kalt,“ seg­ir Vil­borg í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka