Urðu að vísa 300 manns frá óbyggðahlaupi á Íslandi

Fjölbreytileg náttúra og landslag heillaði fulltrúa RacingThePlanet.
Fjölbreytileg náttúra og landslag heillaði fulltrúa RacingThePlanet. mbl.is/RAX

Þann 4. ágúst hefst hér á landi óbyggðahlaupið RacingThePlanet: Iceland 2013, þar sem farnir verða um 250 kílómetrar á sjö dögum, frá Kerlingarfjöllum í Bláa lónið. Þátttakendur koma frá um 50 þjóðlöndum.

Fyrirtækið RacingThePlanet á og skipuleggur svokölluð 4 Deserts-hlaup, en þau fara fram í Gobi-eyðimörkinni, Sahara-eyðimörkinni, Atacama-eyðimörkinni og á Suðurskautslandinu.

Að sögn Vilborgar Hannesdóttur, verkefnastjóra fyrir Iceland Travel, skráðu um 600 manns sig til leiks en aðeins 300 komust að. Er þetta metaðsókn en Vilborg segir að fjölbreytileg náttúra og landslag hafi heillað fulltrúa RacingThePlanet, sem hingað komu í fyrra. „Keppendur eru með allan búnað á bakinu, matinn og allt það, það eina sem við gerum er að setja upp tjöldin og skaffa heitt vatn og kalt,“ segir Vilborg í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert