Aðgangur Evu Hauks takmarkaður

Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn
Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn mbl.is/Júlíus

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að aðgangur Evu Hauksdóttur að skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, sé mjög takmarkaður og að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi í meginatriðum staðfest ákvörðun lögreglustjóra.

Í úrskurðarorðum nefndarinnar segir: „Staðfest er synjun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni Evu Hauksdóttur um að fá aðgang að skýrslunni „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“ í heild sinni. Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu ber hins vegar að veita kæranda aðgang að eftirfarandi hlutum skýrslunnar,“ en þar eru taldir upp þeir hlutar skýrslunnar sem lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er gert að veita Evu Hauksdóttur aðgang að.

„Ég sé ekki fram á að fleiri geti farið fram á aðgang að hlutum skýrslunnar miðað við þennan úrskurð,“ segir Stefán Eiríksson. „Það væri bara metið í hverju tilviki fyrir sig. Í úrskurðinum segir meðal annars: 

„Að öðru leyti eru þeir hlutar skýrslunnar sem ekki innihalda upplýsingar er falla undir ákvæði upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti svo samofnar meginefni skýrslunnar að ekki kemur ekki til álita að leggja fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að afmá þær og afhenda aðeins það sem eftir stendur, með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.“ Þannig að þetta þyrfti að vera mjög afmarkað,“ segir Stefán Eiríksson.

Frétt mbl.is: Eva fær aðgang að skýrslunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka