Gistiheimili án rekstrarleyfis lokað

Gistiheimilinu Pávi í Brautarholti var lokað af lögreglu í gær …
Gistiheimilinu Pávi í Brautarholti var lokað af lögreglu í gær vegna ógilds rekstrarleyfis. mbl.is/Eggert

„Við reglubundna skoðun á þriðju hæð húsnæðisins rákum við augun í að það var einnig búið að opna gistiheimili á hæðinni fyrir neðan og fyrir ofan og eftir nánari athugun kom í ljós að ekki var gert ráð fyrir slíkum rekstri á þeim hæðum.“

Þetta segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, í umfjöllun um meint ólögleg gistiheimili í Morgunblaðinu í dag.

Gistiheimilinu Pávi í Brautarholti var því lokað í gær, en það hafði leyfi til reksturs á þriðju hæð húsnæðisins. Á þeirri hæð var flóttaleið vegna eldvarna talin ófullnægjandi, en í eftirlitsferðinni kom í ljós að reksturinn hafði teygt sig til hæðanna fyrir ofan og neðan. Þar var ekki gert ráð fyrir rekstri gistiheimilis og eldvarnir uppfylltu ekki kröfur. „Þá var ekkert annað í boði hjá okkur en að loka gistiheimilinu tafarlaust, en síðan lokaði lögreglan þriðju hæðinni vegna þess að síðar kom í ljós að ekkert rekstrarleyfi var fyrir gistiheimilinu, en það var fallið úr gildi,“ segir Jón Viðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert