Greenpeace segjast hafa stöðvað Samskip

Greenpeace-samtökin stöðvuðu í gær för skips Samskipa við höfn Hamborgar í Þýskalandi. Skipið flytur meðal annars hvalkjöt samkvæmt hollenskri vefsíðu Greenpeace. Skipið er sagt á leið til Japans.

Í yfirlýsingu á hollenskri síðu samtakanna segir að skip samtakanna hafi stöðvað för skips Samskipa. Þar segir einnig að skipið flytji kjöt af hvaltegund sem sé í bráðri útrýmingarhættu, veidd við Íslandsstrendur.

Mbl.is sagði nýverið frá því að hafnaryfirvöld í Rotterdam vildu ekki að skip sem flyttu hvalkjöt legðust að bryggju þar í borg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert