Hafa beðið um fund með forseta

Skjáskot af undirskriftasöfnuninni.
Skjáskot af undirskriftasöfnuninni. Skjáskot af petitions24.com.

Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar „Óbreytt veiðigjald“ hafa beðið um fund með forseta Íslands. Veiðigjaldafrumvarpið var samþykkt á Alþingi að lokinni þriðju umræðu í nótt. Ísak Jónsson, sem er einn aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar, segir vinnuna við að yfirfara undirskriftir á listanum vera hafna. „Við erum byrjaðir að fara yfir listann. Hingað til lítur allt vel út og við höfum þurft að fjarlægja mjög lítinn hluta af undirskriftunum, en við munum vinna þetta um helgina og þá kemur heildarfjöldinn sennilega í ljós.“

Ísak segir forsetann ekki hafa svarað fundarbeiðninni ennþá, en þeir sendu hana út í gærkvöld. Hann telur líklegt að þeir fái fund með honum einhvern tímann í næstu viku. Alls hefur 35.301 maður skrifað undir gegn lækkuninni á veiðigjöldunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert