Í dag var haldin athöfn á félagsheimilinu að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit þar sem Hernámssetrið er til húsa í tilefni af því að 71 ár eru leiðin frá
skipalest bandamanna í Síðari Heimsstyrjöldinni lagði af stað frá Hvalfirði en hún átti að flytja vistir til Arkangelsk í Rússlandi.
Þjóðverjar komust í veg fyrir hana og náðu að granda 24 skipum af 35 í árásum sem stóðu yfir í viku en skipin voru auðveld bráð fyrir þýskar orrustuflugvélar þegar sólin var á lofti nær allan sólarhringinn. Þrátt fyrir það náðu 11 skip í höfn með u.þ.b. 64.000 tonn af vistum.
Fjórir Íslendingar féllu í árusunum og 153 sjómenn alls. Rússneska sendiráðið stóð fyrir athöfninni í samvinnu við Hernámssetrið sem fékk m.a. afhenta einkennisbúninga í stríðinu að gjöf í tilefni dagsins.
má sjá stutta mynd um skipalestina.