Slys á gangandi vegfarendum árið 2012 voru um 60 og hafa ekki verið færri síðan mælingar Umferðarstofu hófust árið 1986.
Til samanburðar voru umferðarslys þar sem fótgangandi slösuðust árin 2003-2011 á bilinu 76-98. Er þá undanskilið árið 2008 þegar 115 gangandi vegfarendur slösuðust í umferðaslysum.
„Þetta er lægsta slysatíðni á fótgangandi frá því að mælingar hófust árið 1986,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri á umferðaröryggissviði hjá Umferðarstofu í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.