25 ára vann 28 milljónir

Annar vinningshafi helgarinnar hefur gefið sig fram.
Annar vinningshafi helgarinnar hefur gefið sig fram.

Ann­ar vinn­ings­hafi helgar­inn­ar er kom­inn fram en tveir skiptu á milli sín sex­föld­um potti. Hann var held­ur bet­ur ánægður og í hálf­gerðu sjokki en vinn­ings­haf­inn ungi sem keypti sér 10 raða Lot­tómiða á lotto.is vann rúm­ar 28 skatt­frjáls­ar millj­ón­ir, seg­ir í frétt frá Íslenskri get­spá.

Að hans sögn var hann varla bú­inn að átta sig á þessu en hann fór á netið eft­ir út­drátt­inn og trúði varla sín­um eig­in aug­um í fyrstu þegar hann las vinn­ingstöl­urn­ar. Hann þurfti því að at­huga nokkr­um sinn­um í viðbót til að vera viss um að þetta stæðist al­veg ör­ugg­lega. Vinn­ings­haf­inn sem er 25 ára gam­all, sagði að hann hefði spilað þó nokkuð með í Lottó­inu uppá síðkastið þar sem hann hef­ur hug á mjög kostnaðar­sömu námi en ekki séð sér fært að stunda það hingað til. Hon­um varð því að ósk sinni þegar hann hlaut vinn­ing­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert