Fjármálaeftirlitið skoðar Dróma

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Fjármálaeftirlitið vinnur nú að sérstakri athugun sem snýr m.a. að viðskiptaháttum Dróma hf. Í tengslum við þá athugun hefur Fjármálaeftirlitið óskað eftir frekari upplýsingum frá stærstu lánastofnunum til að unnt sé að leggja mat á þá almennu framkvæmd við endurútreikning lána samkvæmt lögum nr. 151/2010 sem tíðkast hjá fjármálafyrirtækjum með gilt starfsleyfi.“

Þetta segir í bréfi Fjármálaeftirlitsins til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis en nefndin sendi stofnuninni bréf 28. júní síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að kannað yrði hvort Drómi gengi lengra í innheimtu gagnvart lántakendum sínum en aðrar lánastofnanir. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, birtir bréf Fjármálaeftirlitsins á heimasíðu sinni í dag.

„Af bréfinu að dæma er Fjármálaeftirlitið að afla upplýsinga um málið og hefur ekki nægar upplýsingar á þessu stigi til að svara spurningu efnahags- og viðskipanefndar um það hvort Drómi hf. hafi hugsanlega brotið lög,“ segir Frosti á síðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert