Ákvörðun forsetans kom ekki á óvart

Jón Gunnarsson
Jón Gunnarsson mbl.is

„Þetta er í sam­ræmi við það sem ég reiknaði með að yrði niðurstaða for­set­ans,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar, um þá ákvörðun for­set­ans að staðfesta lög um lækk­un veiðigjalds.

„Ég hef áður sagt að ég tel að þetta mál sem er í raun tekju­öfl­un­areðlis fyr­ir rík­is­sjóð sé mál sem henti ekki í þjóðar­at­kvæðagreiðsu, auk þess sem hér sé um að ræða tíma­bundna lög­gjöf í raun og veru sem hef­ur áhrif á rík­is­sjóð um sem nem­ur 2,6 millj­örðum. Það stend­ur fyr­ir dyr­um að end­ur­skoða þetta kerfi í heild sinni núna á haustþingi eða á kom­andi þingi. 

Af­leiðing­ar þess ef þetta hefði farið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu hefði líka verið ófyr­ir­séðar. Það hefði getað gert mjög erfitt með álagn­ingu á sér­stöku veiðigjaldi fyr­ir kom­andi fisk­veiðiár sem gat ekki verið mark­miðið, því al­menn sátt er um það meðal okk­ar í póli­tík­inni og hags­munaaðila og þjóðar­inn­ar að það eigi að vera við lýði ein­hvers kon­ar veiðigjöld.“

Töl­urn­ar hjá for­manni Sam­fylk­ing­ar of­metn­ar

- Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, nefn­ir 3 millj­arða á síðari hluta þessa árs og 6,5 millj­arða á því næsta, í sam­hengi við áhrif lækk­un­ar­inn­ar á veiðigjald­inu, eða sam­an­lagt 9,5 millj­arða. Eru þetta rétt­ar töl­ur?

„Tal­an er 2,6 millj­arðar [á þessu ári] sam­kvæmt um­sögn fjár­laga­skrif­stofu fjár­málaráðuneyt­is­ins, þ.e. 3,2 millj­arðar á þessu ári mín­us 600 millj­ón­ir í aukn­ar skatt­tekj­ur. Síðan eru þetta 6,4 millj­arðar áætlaðir á næsta ári en þá er ekki farið að taka til­lit til auk­inna tekju­skatts­greiðslna. Þannig að upp­hæðin er ekki svo há.

Það er ekki ástæða til að tala um næsta ár í þessu sam­hengi held­ur vegna þess að þá er stefnt að því að verði kom­in ný lög sem nálg­ist þetta mál með öðrum hætti. Þetta hef­ur verið notað í hinni póli­tísku umræðu til að slá keil­ur, að nefna tíu millj­arða [á þessu ári og því næsta] sem fæst ekki staðist við nán­ari skoðun.

Það bíður okk­ar mik­il vinna og við eig­um að hlusta á þess­ar und­ir­skrift­ir sem skila­boð um það að al­menn­ing­ur vill hafa hér veiðigjöld. Það er mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að reyna að vinna að víðtækri sátt um gjald­töku á því á kom­andi haustþingi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert