Mikið var um að vera í höfninni við Skarfabakka í dag þar sem þrjú skemmtiferðarskip lágu við bryggju. Rútur, leigubílar og jeppar voru þar í tugatali og biðu þess að ferja mannskapinn um landið. Vinsælast er að fara Gullna hringinn en margir fara í dagsferðir inn í Þórsmörk eða upp að Hengli.
Geir Harðarson, bílstjóri og leiðsögumaður hjá Atlantik, var að fara í sína aðra ferð í dag með hópa upp að Hengli hann fagnar allri vinnu og segir að ferðamenn í skemmtiferðaskipum kærkomna viðbót við annarskonar ferðamennsku.