Forsetinn boðar til blaðamannafundar

Morgunblaðið/Eggert

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum kl. 16.15 í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forsetans.

Forsetinn fékk afhendan undirskriftalista með nöfnum um 35 þúsund manns síðastliðinn laugardag þar sem skorað var á hann að synja lögum um veiðigjöld staðfestingar og vísa þeim þar með í þjóðaratkvæði. Lögin voru samþykkt á Alþingi fyrir helgi.

Lögin komu úr prentun í gær á vegum Alþingis og fóru í kjölfarið til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem gekk frá staðfestingartillögu. Þaðan voru lögin send til forsætisráðuneytisins sem kom þeim áfram til forsetans í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert