Forsetinn boðar til blaðamannafundar

Morgunblaðið/Eggert

For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, hef­ur boðað til blaðamanna­fund­ar á Bessa­stöðum kl. 16.15 í dag. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá embætti for­set­ans.

For­set­inn fékk af­hend­an und­ir­skriftal­ista með nöfn­um um 35 þúsund manns síðastliðinn laug­ar­dag þar sem skorað var á hann að synja lög­um um veiðigjöld staðfest­ing­ar og vísa þeim þar með í þjóðar­at­kvæði. Lög­in voru samþykkt á Alþingi fyr­ir helgi.

Lög­in komu úr prent­un í gær á veg­um Alþing­is og fóru í kjöl­farið til at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins sem gekk frá staðfest­ing­ar­til­lögu. Þaðan voru lög­in send til for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins sem kom þeim áfram til for­set­ans í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert