„Forsetinn stendur frammi fyrir frjálsu vali“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, á fundi með Ólafi Ragnari …
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum eftir kosningarnar í vor. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er því ekk­ert í nú­gild­andi stjórn­skip­an sem ger­ir veiðigjalda­frum­varpið óhæft til þjóðar­at­kvæðis. Veiðigjalda­frum­varpið á ekk­ert síður er­indi þangað en lög­in um Ices­a­ve. Bæði lúta frum­vörp­in að fjár­hags­leg­um hags­mun­um al­menn­ings. Það er nú ein­fald­lega staðreynd­in. For­set­inn stend­ur því frammi fyr­ir frjálsu vali. Niður­stöðu þess þarf hann að út­skýra fyr­ir þjóðinni.

Þetta seg­ir Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Face­book-síðu sinni í dag vegna áskor­ana á Ólaf Ragn­ar Gríms­son, for­seta Íslands, að und­ir­rita ekki lög um veiðigjöld. Lög­in skiluðu sér til for­set­ans í dag og hef­ur hann boðað til blaðamanna­fund­ar síðar í dag vegna máls­ins. Árni Páll seg­ir þannig ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að fjár­laga­frum­varp sé sett í þjóðar­at­kvæði miðað við nú­gild­andi stjórn­skip­un þó fólki kunni að þykja það fá­rán­legt.

„Það er hægt að hafa þá skoðun að æski­legt sé að tekju­öfl­un­ar­frum­vörp og milli­ríkja­samn­ing­ar eigi ekki er­indi í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Það er skilj­an­leg afstaða – var til dæm­is afstaða Stjórn­lagaráðs – og ég sé marga kosti við slíka al­menna reglu ef við vær­um að marka leik­regl­ur stjórn­ar­skrár­inn­ar upp á nýtt. Slík regla er bara ekki til staðar í ís­lenskri stjórn­skip­an í dag og við erum ekki að marka nýj­ar leik­regl­ur,“ seg­ir Árni.

Þvert á móti séu leik­regl­urn­ar sem í gildi eru með þeim hætti að öll frum­vörp séu seld und­ir synj­un­ar­vald for­seta. „For­set­inn hef­ur sjálf­ur hafnað því að ein­hver mörk liggi við því valdi og ég er út af fyr­ir sig sam­mála hon­um í því mati.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert