Heiðskírt í höfuðborginni

Nær heiðskírt er í höfuðborginni þó að þoka hafi legið yfir í morgunsárið. Það er um að gera að njóta blíðunnar framan af degi því síðdegis er spáð skýjuðu sunnan- og vestanlands. 16-24 stiga hita er spáð á Norður- og Austurlandi í dag.

Í morgun var engu líkara en Esjunni hefði verið pakkað inn í bómul er þoka umlukti fjallið - eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Spá Veðurstofu Íslands er annars þessi í dag:

Gengur í sunnan 3-10 m/s síðdegis, hvassast vestast á landinu. Skýjað sunnan- og vestanlands, dálítíl súld eða þokuloft og hiti 8 til 15 stig. Úrkomumeira á morgun. Yfirleitt léttskýjað á Norður- og Austurlandi og hiti 16 til 24 stig.

Sjá nánar á veðurvef mbl.is

Svona var veðrið kl. 6 í morgun.
Svona var veðrið kl. 6 í morgun.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert