Sníður stjórninni þröngan stakk

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég held að það megi nú í fyrsta lagi segja að þessi ákvörðun for­seta skap­ar rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­an­um afar lítið svig­rúm til að lækka þetta gjald með var­an­leg­um hætti þegar að nýtt frum­varp um veiðigjöld verður lagt fram á næsta þingi,“ seg­ir Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Til­efnið er sú ákvörðun Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, að staðfesta lög um lækk­un veiðigjalds.

Árni Páll rök­styður þá skoðun sína að staðfest­ing lag­anna skapi rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­an­um lítið svig­rúm í mál­inu svo:

„Vegna þess að for­set­inn tek­ur það sér­stak­lega fram í þess­um rök­stuðningi að hér sé um tíma­bundna lög­gjöf að ræða. Hann gef­ur sér reynd­ar að lækk­un veiðigjalds sé lægri en hún er. Hann tal­ar um 3 millj­arða en það er auðvitað aðeins tal­an fyr­ir það hálfa ár sem er eft­ir af þessu ári. Þetta eru auðvitað nærri 6,5 millj­arðar á ári sem er verið að af­sala þarna.

Þetta eru auðvitað um­tals­verðar fjár­hæðir en hann [for­set­inn] gef­ur sér að þetta sé óveru­leg fjár­hæð og ein­ung­is til eins árs. Það er for­senda ákvörðun­ar­inn­ar. Af því má ráða að svig­rúm stjórn­valda til að ganga lengra með því annaðhvort að af­sala þjóðinni slík­um fjár­hæðum til lang­frama, eða af­sala um­tals­verðum fjár­hæðum í veiðileyf­a­gjaldi, sé lítið,“ seg­ir Árni Páll og vís­ar til þess mats að veiðigjöld­in lækki um 6,5 millj­arða á næsta ári vegna breyt­ing­anna á lög­un­um.

Hissa á for­set­an­um

Fram kom í svari Ólafs Ragn­ars við spurn­ingu Ing­veld­ar Geirs­dótt­ur blaðakonu að hann hefði síðan hann var fjár­málaráðherra ekki gert grein­ar­mun á gjöld­um og skött­um. Öll op­in­ber gjöld væru í eðli sínu skatt­ar.

Árni Páll gagn­rýn­ir þessa túlk­un for­set­ans.

„Svo vek­ur at­hygli að for­set­inn skuli ekki gera efn­is­leg­an grein­ar­mun á veiðigjaldi og skött­um. Það er auðvitað grund­vall­armun­ur á auðlinda­gjaldi, gjaldi fyr­ir notk­un á sam­eig­in­leg­um auðlind­um og aðstöðu, og skött­um. Það myndi ekki nokkr­um manni detta í hug að kalla sér­leyfi til fólks­flutn­inga skatt eða aðra for­rétt­indaaðstöðu sem öll­um finnst eðli­legt að sé greitt fyr­ir.

Með ná­kvæm­lega sama hætti fel­ur veiðigjaldið í sér sér­leyfi til nýt­ing­ar á auðlind sem er tak­mörkuð og verður ekki öðrum veitt. Þar af leiðandi er það al­gjör­lega frá­leitt að kalla þetta skatt. Ég er svo­lítið hissa á að for­set­inn hafi ekki sterk­ari fræðileg­an grunn fyr­ir ákvörðun sinni hvað varðar vís­an til allra þeirra miklu fræða sem lúta að skil­grein­ingu á auðlindar­entu og af­mörk­un henn­ar og nauðsyn þess að hún sé inn­heimt í eðli­legu efna­hags­um­hverfi,“ sagði Árni Páll.

Viðmið for­set­ans á reiki

- For­set­an­um voru af­hent­ar 35.000 und­ir­skrift­ir núna, eða fleiri en þegar tek­ist var á um fjöl­miðlalög­in 2004. Hef­urðu skoðun á því hvort for­set­inn hefði átt að fara að vilja þessa hóps í veiðigjalda­mál­inu?

„Viðmiðin sem lúta að allri um­gjörð þess­ara beiðna [um að vísa mál­um í þjóðar­at­kvæði] eru að mínu mati mjög á reiki hjá for­set­an­um. Hann hef­ur áður vísað í þjóðar­at­kvæði máli með færri und­ir­skrift­um. Hann seg­ir núna að þetta mál hafi ekki verið al­vöru átaka­mál vegna þess að við búum svo vel núna að eiga mál­efna­lega stjórn­ar­and­stöðu sem hef­ur ekki áhuga á því að efna til málþófs að óþörfu. Það virðist vera sem að for­set­inn líti á málþóf á Alþingi Íslend­inga sem for­sendu með ein­hverj­um hætti fyr­ir beit­ingu þess­ar­ar heim­ild­ar. Það þykir mér vera mik­il ný­lunda og hlýt­ur auðvitað að vera veru­leg áminn­ing til stjórn­ar­and­stöðu um að end­ur­hugsa mál­efna­lega fram­göngu á Alþingi Íslend­inga.

Við þurf­um kannski að velta fyr­ir okk­ur hvort það sé yfir höfuð stjórn­skip­un­ar­legt svig­rúm fyr­ir stjórn­ar­and­stöðu til að vera jafn mál­efna­leg og yf­ir­veguð og við vor­um á sum­arþingi, hvort að það sé bein­lín­is gerð krafa til okk­ar um að ganga fram með öðrum hætti af hálfu for­seta,“ seg­ir Árni Páll Árna­son. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert